Dæmi 2016
- 1. skammtur fyrir dæmatíma 18. janúar:
- Gegnheil rafsvarandi kúla með geisla a er í tómarúmi. Skautun hennar
er lýst sem P(R)=P0(R/a)2aR.
Takið eftir að skautunin er ekki einsleit.
- Finnið bolskautunarhleðsluþéttleika (bulk polarization density) kúlunnar.
- Finnið yfirborðsskautunarhleðsluþéttleika (surface polarization density) kúlunnar.
- Finnið heildarbolhleðsluna og heildaryfirborðshleðsluna. Ræður tilviljun hvernig
þessar tvær stærðir tengjast hér, eða er dýpri ástæða fyrir því?
- Reiknið rafstöðumættið innan og utan kúlunnar.
- Reiknið rafsviðið innan og utan kúlunnar.
- Rissið upp myndir af skautunarhleðslunni (polarization density), mættinu og rafsviðinu
sem falli af R.
- Einangrandi þunn sívalningsskel með geisla a og hæð 2h liggur með miðás á
z-ás hnitakerfis. Helmingur hans er ofan x-y-sléttunnar með yfirborðshleðsluþéttleikann
+ρs, en helmingurinn neðan sléttunnar er með yfirborðshleðsluþéttleikann
-ρs.
Finnið Rafsviðið innan sívalningsins og utan hans.
- Finnið rafstöðumættið á z-ás innan sívalningsins og utan hans.
- Finnið rafsviðið á z-ás innan sívalningsins og utan hans.
- Gerið graf af rafstöðumættinu sem falli af z.
- Kannið aðfelluform rafstöðumættisins langt frá sívalningnum.
Hvaða upplýsingar gefur það?
(Skilafrestur: Miðvikudagur 13. janúar 2016 klukkan 17:00),
Lausnir skiladæma
Tímadæmi: 3-18, 3-20, 3-38 og 3-47 í bók
- 2. skammtur fyrir dæmatíma 25. janúar:
- Kúluþéttir er gerður úr tveimur sammiðja kúluskeljum með geisla
b>a>0. Milli skeljanna er einangrandi rafsvara komið fyrir þannig að fyrir
d>R>a er ε=ε0, en fyrir b>R>d er ε=ε1. Spennumunur
skeljanna er V0.
- Finnið rýmd þéttisins.
- Reiknið frjálsar hleðslur og jafngildar skautunarhleðslur.
- Finnið rafstöðukraftinn sem verkar á ytri skelina.
- Er til hleðsludreifing á einangrandi kúluyfirborði þannig að rafstöðusviðið
á miðbaug hennar væri E~aφ?
Rökstyðjið svarið.
(Skilafrestur: Miðvikudagur 20. janúar 2016 klukkan 17:00),
Lausnir skiladæma
Tímadæmi: 4-6, 4-7, 4-10 og 4-12 í bók
- 3. skammtur fyrir dæmatíma 1. febrúar:
- Raftvískauti er komið fyrir í fjarlægð d frá kjörleiðandi sléttu þannig að
vægi þess p er samsíða sléttunni.
- Finnið rafstöðumættið.
- Finnið skautuðu yfirborðshleðsluna á leiðaranum. Gerið graf af henni.
- Hvert er aðfelluform rafstöðumættisins fjarri tvískautinu og leiðaranum?
Hvers vegna?
- Punkthleðsla q er í fjarlægð d>a frá miðju kjörleiðandi kúlu með
geisla a og hleðslu q.
- Finnið kraftinn milli punkthleðslunnar og kúlunnar og teiknið hann
upp sem fall af d.
- Er krafturinn aðdráttarkraftur á einhverju bili?
Hvers vegna?
(Skilafrestur: Miðvikudagur 27. janúar 2016 klukkan 17:00),
Lausnir skiladæma
Tímadæmi: 4-17, 4-25, 4-26 og 4-29 í bók
- 4. skammtur fyrir dæmatíma 8. febrúar:
- Þunn einagrandi kúluskel með geisla a er með yfirborðshleðsludreifingu
ρs(θ)=ρs0cos(3θ).
- Hver er heildarhleðsla skeljarinnar?
- Finnið rafstöðumættið og sviðið innan og utan kúluskeljarinnar.
- Gerið graf af rafstöðumættinu innan og utan kúlunnar.
(Skilafrestur: Miðvikudagur 3. febrúar 2016 klukkan 17:00),
Lausnir skiladæma, gnuplot-skrifta
Tímadæmi: 5-6, 5-10, 5-13 og 5-21 í bók
- 5. skammtur fyrir dæmatíma 15. febrúar:
- Þéttir er gerður úr tveimur sammiðja kjörleiðandi kúluskeljum með geisla b>a.
Milli skeljanna er lekur rafsvari með ε(R)=ε0(1+(b/R)2)
og σ(R)=σ0(1+(b/R)2).
- Reiknið leiðni þéttisins.
- Finnið dreifingu frjálsra hleðslna í þéttinum.
- Finnið dreifingu skautunarhleðslna í þéttinum.
- Hver er heildar frjálsa hleðslan í þéttinum?
- Hver er heildar skautaða hleðslan í þéttinum?
(Skilafrestur: Miðvikudagur 10. febrúar 2016 klukkan 17:00),
Lausnir skiladæma
Tímadæmi: 6-4, 6-11, 6-12 og 6-15 í bók
- 6. skammtur fyrir dæmatíma 22. febrúar:
- Kúluskel með innri geisla a og ytri geisla b er gerð úr segulvirku
efni með segulsvörunarstuðul μ. Skelinni er komið fyrir í efni með
svörunarstuðul μ0 og segulflæðisvið B=B0az.
Inni í skelinni er efni með μ0.
Finnið B innan skeljar. Hvað er hægt að segja um B innan skeljar fyrir
mjög segulvirkt efni þegar μr=μ/μ0
verður mjög stórt? En fyrir sterkt andseglandi efni þegar μr=0?
(Skilafrestur: Miðvikudagur 17. febrúar 2016 klukkan 17:00),
Lausnir skiladæma
Tímadæmi: 6-34, 6-35, 6-39 og 6-53 í bók
- 7. skammtur fyrir dæmatíma 29. febrúar:
- Athugum vigursviðið A um óendanlega langa og þunna spólu með geisla a
og miðás í z-ás sívalnings hnitakerfis. Straumþéttleiki spólunnar
er J=J0aφ. Finnið A
utan og innan spólu. Hér getur verið gaman að finna síðan B og
tengja niðurstöðurnar við hrif
Aharonovs og Bohms.
(Skilafrestur: Miðvikudagur 24. febrúar 2016 klukkan 17:00),
Lausnir skiladæma
Tímadæmi: 7-29, 8-4, 8-8, og 8-16 í bók
- 8. skammtur fyrir dæmatíma 7. mars:
- Segulflæði um hringlaga lykkju með geisla a, sjálfspan L0 og viðnám R0 er
Φ(t)=Φ0exp(-Γt)sin(ωt). Finnið strauminn i(t) um lykkjuna og ákvarðið hve mikil
heildarhleðsla hefur flust um sérhvern punkt í rásinni. Hvernig er þessi hleðsla háð
sjálspani lykkjunnar? Gerið graf af Φ(t) og i(t) í rásinni.
Hvaða tímaskalar koma við sögu og hvernig stýra þeir lausninni?
(Skilafrestur: Miðvikudagur 2. mars 2016 klukkan 17:00),
Lausnir skiladæma
Tímadæmi: 7-08, 7-21, og 7-22 í bók
- 9. skammtur fyrir dæmatíma 14. mars:
- Spegill er gerður úr flötum kjörleiðara með glerplötu með þykkt d,
εr=3.0 og μr=1.0. Á spegilinn fellur lóðrétt línulega skautuð
slétt rafsegulbylgja með skautun samsíða glerplötunni og leiðaranum. Finnið
speglunareiginleika kerfisins sem fall af d og bylgjulengd rafsegulbylgjunnar λ.
(Skilafrestur: Miðvikudagur 9. mars 2016 klukkan 17:00),
Lausnir skiladæma
Tímadæmi: 8-26, 10-2, 10-7, og 10-29 í bók
Þessi dæmaskammtur er síðasti sameiginlegi skammturinn fyrir báða hópana.
Samantekt lausna skiladæma 2016 í einu skjali
Viðar Guðmundsson
24.03.2016