Eðlisfræði 2
- Upplýsingar um námskeiðið verða nákvæmari er nær dregur að upphafi kennslu.
- Kennsla hefst 8. janúar 2009.
- Fyrirlestrar verða í H-1 þriðjudaga klukkan 08.20-09:50 og
fimmtudaga klukkan 10:00-12:20.
- Enginn dæmatími verður í fyrstu vikunni.
- Síðasti fyrirlestur fyrir verkfræðinema 2009 verður þriðjudaginn
24. mars., (Uppfært 16.03.2009).
- Undir krækjunni "Gömul próf" hef ég komið fyrir nokkrum
drögum að lausnum dæma á prófum. Þessar lausnir voru upphaflega gerðar aðeins
fyrir mig og prófdómara og eru því nokkuð hráar. Ég gef nemendum núna færi á
að bera sínar eigin lausnir saman við þessar.
- Í upphafsfyrirlestri mínum að vori 2009 tók ég fram að prófið yrði án reiknivéla. Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir
um þetta nýlega og vil því taka fram: Engar reiknivélar verða leyfðar. Það gilti einnig fyrstu árin sem ég kenndi
námskeiðið. Síðar leyfði ég reiknivélar til þess að róa taugar nemenda. 2008 tók ég því miður eftir í þeim
námskeiðum sem ég kenndi að einhverjir nemendur misnotuðu leyfið um reiknivélar. Því tók ég þá ákvörðun að
engar vélar yrðu leyfðar til að jafna aðstöðu og möguleika nemenda. Flest dæmin á prófunum krefjast ekki
reiknivélar. Þegar við förum yfir dæmin leitum við eftir skilningi nemenda á eðlisfræðilegum fyrirbærum sem þau
fjalla um. Talnainnsetningin er þar aukaatriði. (Hún er vissulega nauðsyleg til að öðlast skilning á
stærðarskölum og mikilvægi ýmissa þátta). Prófin 2009 verða án reiknivélar, en í þeim hefðundna stíl sem sést
á eldri prófum. Því bið ég alltaf nemendur um stutta skýringartexta með lausnum. Rétt uppsetning dæmis
sem sýnir skilning nemanda gefur strax góða hlutaeinkunn þó nemandanum takist ekki að ljúka alveg við það.
Minnisblöð
- Minnisblað 1, skipulag námskeiðis og
fyrirlestraáætlun (PDF). (Uppfært 16.03.2009, 09:30)
Dæmareikningur
- Jón Hálfdanarson sér um dæmahluta námskeiðisins.
Notað verður vefkerfið MasteringPhysics.
- Jón hefur sett saman
leiðbeiningar um notkun MasteringPhysics
(ný útgáfa 18:00, 06.01.2009).
- Hvorki eru skila- né mætingarskylda, en dæmin eru lífsnauðsynlegur þáttur
til að þjálfa færni í notkun eðlisfræði og til að byggja upp skilning á greininni.
- Heimadæmi vega 15% í lokaeinkunn.
- Fyrstu dæmaskil verða 20. janúar og Jón mun fjalla um lausn þeirra dæma í tímum í sömu viku.
Í dæmatíma 13. janúar mun Jón kynna notkun MasteringPhysics og ræða almennt um
dæmareikning í námskeiðinu.
Rafsegulfræði í efni
-
Árið 2009 verða þrír fyrirlestrar um rafsegulfræði í
efni: 02.04, 07.04, 16.04.
- Dæmablað fyrir dæmatímann 16.04 2009.
- Lausn 1 fyrir dæmatímann 16.04 2009.
- Lausn 2 fyrir dæmatímann 16.04 2009.
Verklegur hluti
Allar upplýsingar um verklega hluta námskeiðisins er að finna
á heimasíðu Ara Ólafsonar
Ég samdi prófin 1998-2001, og 2005-2008.
Fyrirlestranótur
Hér eru handskrifaðar nótur mínar af
fyrirlestrunum. Ég hef skannað þær inn og minnkað skrárnar eins og hægt er.
Nóturnar eru útlínur fyrirlestrar og koma ekki í stað bókar en eiga að geta sparað
nemendum uppskrift í tímum. Ég á eftir að endurskoða efnið fyrir vormisseri 2009.
Á vefnum má finna upptökur á fyrirlestrum Walters Lewin við MIT úr samsvarandi námskeiði 2002. Í sínu
námskeiði gerði Walter Levin mikið af góðum sýnitilraunum. Á vef hans eru ýmsar upplýsingar sem gott er að hafa til samanburðar.
Þið takið eftir að kennsluvefur MIT er opinn allri heimsbyggðinni og efni er dreift samkvæmt stöðlum sem neyða ekki notandann til að nota eitt tiltekið stýrikerfi. Kennsluefni fyrir nýrri útgáfu á námskeiðinu í MIT 2007 er líka á vefnum.
Fréttir um nýjungar tengdar rafsegulfræði
Viðar Guðmundsson
03.03.2011