Þægileg hjálparforrit
- Gnuplot er frjálst og þægilegt forrit fyrir grafík
og er til fyrir flest stýrikerfi. Það er tilvalið fyrir línurit í skýrslum
og vinnubókum í verklegu.
Nokkrar upplýsingar um gnuplot á íslensku
(HTML), og ítarlegar upplýsingar á
vefnum á ensku um gnuplot.
- Verkfræði- og raunvísindadeild ásamt Reiknistofnun bjóða upp á
MatLab, sem er gott fyrir stutta
tölulega reikninga og grafík.
- Octave er frjálst forrit fyrir stutta tölulega
reikninga með svipaðri málfræði og MatLab.
- Maxima:
Frjálst (GPL) algebruforrit fyrir öll stýrikerfi. Maxima er byggt á
Macsyma sem smíðað var í MIT upp úr miðjum 7. áratug síðustu aldar.
Maxima er í örri þróun um þessar mundir og er orðið þægilegt í notkun.
Athugið sérstaklega Xmaxima grafíska yfirborðið, eða Maxima "setu" (e. session)
í TeXmacs (WYSIWYG-ritill fyrir LaTeX).
Ég kann líka mjög vel við wxMaxima
grafíska yfirborðið á Maxima. Í því eru flestar skipanir Maxima geranlegar með því að fylla út
reiti, og þá þarf minna að muna um "málfræðina".
- LaTeX er setningarforrit fyrir venjulegan texta og
stærðfræðitexta. PostScript-myndir
línurita og teikninga (.ps eða .eps) úr Gnuplot eða MatLab eru tilvaldar til þess
að heilda inn í LaTeX-skjöl. LaTeX er frjálst forrit fyrir öll stýrikerfi.
Úr LaTeX-skjölum er hægt að gera PosScript-skrá til prentunar eða PDF-skrá til
sendingar. Forprentabankar fyrir vísinda- og
verkfræðigreinar nota LaTeX og flest tímarit í
eðlis- stærð- og verkfræði
taka við greinum á LaTeX-hami.
Lengi vel var ég ánægður með að nota ritil eins og XEmacs eða
kate úr KDE ásamt skipanalínu,
en kile er þægileg grafísk skel fyrir LaTeX-vinnslu sem
ég nota æ oftar. Sumir yngri vina minna vilja ekkert nema fullkomið WYSIWYG grafískt kerfi ofan á
LaTeX, eins og Lyx eða TeXmacs.
- Með LaTeX-inu nota ég alltaf BiBTeX til þess að sjá um tilvitnanir. Til er grafískt forrit "bibview"
til þess að bæta við tilvitnunum í BiBTeX-gagnabankann, en miklu öflugra er
Java-forritið JabRef til þess. Það gengur á öll stýrikerfi
og býður ýmsa skemmtilega möguleika við vinnu með tilvitnanabankann. Mörg tímarit um eðlis- og stærðfræði
bjóða tilvitnanir tilbúnar beint í BiBTeX.
- Xfig er frjálst teikniforrit fyrir Linux, það getur
tekið inn myndir. Skjölum úr því
má breyta á næstum hvaða ham sem er.
- Í Linux kemur með frjálsa forritinu ImageMagick
forritið convert sem nota má til þess að skipta
um ham mynda á skipanalínu. Hér eru nokkur dæmi:
- "convert mynd.eps mynd.jpg"
- "convert mynd.png mynd.eps"
- "convert skjal.ps skjal.pdf"
- "convert -geometry 50% mynd.jpg mynd_mini.jpg"
- "convert -density 300x400 mynd.eps mynd.png"
Forritið ræður við flesta þekkta hami og býður upp á fjölda
valmöguleika sem fjallað er um á vefsíðu ImageMagick.
- Í Linux eru flest grafísk forrit með frjálsa PDF-vistun
og á skipanalínu
er hægt að breyta PostScript-skjali í PDF-skjal með
"ps2pdf skjal.ps skjal.pdf". Óstaðlað WinXX PostScript skjal má
oft lagfæra með "fixps skjal.ps > skjal_OK.ps".
- Í Linux og öllum öðrum algengum stýrikerfum er frjáls skrifstofu vöndull OpenOffice
vel samhæfður við MS-vöndulinn.
OpenOffice vistar skjöl á stöðluðum
hami (OASIS Open Document Format).
- Gimp er frjást öflugt myndvinnsluforrit fyrir öll stýrikerfi.
- Ogg Vorbis býður opin tónlistarstaðal í stað MP3 fyrir öll stýrikerfi og marga
spilara.
-
Ég nota aðeins LINUX,
frjálst "UniX" fjölnotenda stýrikerfi fyrir pésa og makka
með X-gluggakerfi. Frábært framtak sem hefur sannað gildi sitt.
Kerfið er netlægt. Samskiptastaðlar eru
hannaðir inn í grunn þess þannig að skrákerfi og grafísk vinnsla
eru ekki bundin við eina vél. Athugið örugg dulkóðuð samskipti með "ssh", "scp",
"rsync" og "fish" í Konqueror.
- KDE, Taktu völdin á skjáborðinu!
Ég er alinn upp við skipanalínu og minimalisma, en leyfi mér allan grafískan
munað sem KDE býður uppá. "Kontact" með "imap" er frábær fyrir póstinn og
dagatalið. "Konqueror" er vafri og skráaumsjónarkerfi sem leyfir grafíska
vinnslu með þjöppuð og/eða dulkóðuð skráasöfn. UTF-8 stafataflan sem KDE
styður býður upp á skjöl með öllum stafrófum og táknkerfum jarðarinnar.
-
Vel uppsett Linux-dreifing fyrir þá sem ekki eru innvígðir í kerfisstjórn.
Handhæg grafísk stjórnunartól. Ef þið notið OpenSuSE þá eru mikilvægar upplýsingar
hjá openSUSE-Community.org
um ýmsar aukastillingar.
Viðar Guðmundsson
06.01.2007