Hugleiðingar um próf
- Það er líklegt að prófið hafi verið aðeins erfiðara en prófið áður.
Nemendum gekk einna verst með 4. dæmið. Til þess að vega þetta upp
gefum við vel fyrir það sem nemendum tókst að gera í þessu dæmi og
gefum öllum smá viðbót yfir línuna.
- Úr niðurstöðum er athyglisvert að verkfræðinemum gengur jafn vel eða illa
með dæmið úr námsefninu aðeins fyrir þá og úr sameiginlega námsefninu.
- Öll dæmin má tengja við hagnýtingu þannig að erfitt er að halda
því fram að námið og prófið sé einungis sniðið að þörfum nemenda í eðlisfræði.
4. dæmið lýsir rás sem oft hefur verið notuð til skynjunar. Þar eiga
nemendur í erfiðleikum með að lýsa tímaþróuninni. Þeim tekst flestum að
reikna flæðið í gegnum lykkjuna, en gleyma síðan að bæði er kveikt á
straumnum í leiðaranum og slökkt á honum.
-
5. dæmið um loftnetið væri einnig gott fyrir nema í verkfræði, en þeir
læra vonandi meira um loftnet síðar í sínu námi.
-
1. og 3. dæmið eru grunnurinn af nokkrum tegundum merkjalína.
Seglandi efni eru notuð í ýmissi tækni. Einfaldan lærdóm um skýlingu
má draga af niðurstöðunum í þessum dæmum.
-
Er þá námsefnið gott fyrir nema í eðlisfræði? Mitt svar er já, því
þetta er einungis grunnþekking á rafsegulfræði í miðju BS-námi.
Enginn getur séð fyrir á þessu stigi hvert stefnir og við hvað störf
þeir muni fást síðar meir. Eins er á þessu stigi aðferðafræðin sem
beitt er við framsetnigu á efninu bundin við þá þekkingu í stærðfræði
sem nemendur hafa aflað sér. Þetta er bara rétt byrjunin á rafsegulfræði.
- Ég hef meðvitað bætt við bútum um geislun, dreifingu og dofnun við námsefni
eðlisfræðinema í stað þess að fara í afstæðilega framsetningu. Ástæðurnar eru
nokkrar: Tíminn er stuttur og umfjöllunin um afstæðislega framsetningu yrði
lítið nema tóm aðferðafræðin með fáum dæmum til þjálfunar.
Afstæðilega framsetningin er nauðsynleg og kemur síðar í námi þegar meiri tímí
gefst til þess að beita henni á skemmtileg viðfangsefni. Ég tel að umfjöllunin
um geislunina og dreifingu hjálpi nemendum til þess að skilja ýmis fyrirbæri í
nátturunni í kringum okkur og sé nauðsynleg til samanburðar við ýmislegt úr
skammtafræði síðar. Dofnunin er til skemmtunar og til þess að minna okkur á
að við höfum rétt aðeins krafsað í yfirborðið.
11.05 2007, Viðar Guðmundsson