Dæmaskammtur 12 fyrir Aflfræði (EÐL302G) 2020
Nauðsynlegt er að lesa síðuna með UTF-8 kóðun í vafra
- Einvítt kerfi tveggja eins massa og þriggja gorma leiðir til fylkisins
A með stök: A11 = k, A12 = A21 = -k, og
A22 = 3k, þar sem k er kraftstuðull Hooks.
Eins fæst fylkið M á hornalínuham með M11 =
M22 = m. Sett saman þurfum við að leysa verkefnið
(A - ω2M)a = 0, þar sem a = (x1,x2).
- Finnið eigintíðnir smárra sveiflna kerfisins og normalsveifluhætti þess.
- Lýsið eiginleikum normalsveifluháttanna.
- Finnið lausnirnar x1(t) og x2(t) og sýnið að þær
innihaldi nægan fjölda óákveðinna stuðla til að uppfylla upphafsskilyrði
fyrir x1(0), x2(0), ẋ1(0) og
ẋ2(0).
- Leysið dæmi 14-8 í bók DC með þeirri aðferðafræði sem kynnt er í 14. kafla.
Hér borgar sig að skoða T og U í dæmi 04 í 9. skammti 2020 og gera nauðsynlegar
breytingar fyrir dæmi 14-8. Hér gæti þurft að velja hnit þannig að þau
hafi sömu vídd.
- Síðasta dæmið hér að framan sýnir okkur að við ættum að endurskoða
hugmyndir okkar um smáar sveiflur í dæmi 04 í 9. skammti 2020.
En nú er augljóst að upplýsingar þar um jafnvægishornið sem smáar
sveiflur θ verða um létta okkur breytingar á T og U fyrir smáar
sveiflur. Hvaða eigintíðnir finnum við núna. Hvernig getum við túlkað
þessa sveifluhætti?
Viðar Guðmundsson
23.09.2020