Dæmaskammtur 08 fyrir Aflfræði (EÐL302G) 2020


Nauðsynlegt er að lesa síðuna með UTF-8 kóðun í vafra
  1. Skoðið dæmi 01 í áttunda skammti 2015. Þar rennur reipi með massa m og lengd L fram af borðbrún án viðnáms. Upphaflega hangir x0 út fyrir brúnina, x(0) = x0 og v(0) = 0. Gamla lausnin er unnin út frá hreyfijöfnu reipsins.
    1. Leysið dæmið með því að nota orkuvarðveislu. Til þess þurfið þið að finna stöðuorkufall U(x) og huga að heildarorkunni ET.
    2. Skoðið tímann τ sem líður þar til reipið yfirgefur borðið sem fall af x0 á bilinu [0:L].
    3. Hvert er aðfelluform lausnarinnar fyrir τ þegar x0 -> 0?

  2. Hugsum okkur alþjált reipi með massa M og lengd L. það liggur hringað upp á sléttu eins og í dæmi 04 í áttunda skammti 2019. Reipið er ekki með fastan massaþéttleika, heldur gildir λ(x) = αx. Við grípum í léttari endann og togum það upp með fastri hröðun a. Hvaða kraftur verkar á höndina frá reipinu? Hér er þægilegt að reikna fall M(z) sem gefur þann hluta massa reipsins sem er á lofti þegar mjórri endinn er í hæð z frá borði sem er í z = 0.

  3. Pizza með geisla a hefur fastann massaþéttleikann σ = M/A, þar sem A er flötur hennar. Nú er π/2-sneið skorin úr henni. Finnið hnit massamiðjunnar. Hér er nauðsynlegt að huga vel að uppsetningu verkefnisins. Hvernig er pizzan staðsett miðað við hnitakerfið sem nota á, og s. fr.

  4. Í beinu framhaldi af síðasta dæmi, hugsum okkur 3π/2 baug með geisla a og massaþéttleika λ = M/L, þar sem L er lengd baugsins. Finnið missumiðju baugsins.



Viðar Guðmundsson
07.09.2020