Dæmaskammtur 01 fyrir Aflfræði (EÐL302G) 2015
Nauðsynlegt er að lesa síðuna með UTF-8 kóðun í vafra
- Bolta með massa m er hent beint upp með upphafsferð v0
í föstu þyngdarsviði. Hversu langt upp kemst boltinn ef á hann
verkar viðnámskraftur í réttu hlutfalli við v2?
Finnið markgildið á hæðinni fyrir hverfandi viðnámskraft.
Hvernig graf er eðlilegt að gera af mestu hæðinni sem falli
af stuðlinum við v2 í viðnámskraftinum?
(Munið að best er að nota víddarlausar stærðir á grafi).
- Kraftur á ögn er gefinn í kúluhnitum F(r,θ,φ). Finnið
hreyfijöfnu agnarinnar.
- Vélar- og segllausum bát er sleppt á kyrru vatni með upphafsferð v0.
Á bátinn verkar viðnámskraftur F = -F0exp(+βv).
- Finnið v(t).
- Hversu langt kemst báturinn?
- Hve langan tíma tekur ferðin.
- Útbúið graf af v(t,β), og annað
fyrir x(β,v0)
- Dæmi 2-32 í bók með þeirri viðbót að
gera graf af θ0(μk).
Hvað þýða niðurstöðurnar?
- Dæmi 2-21 í bók.
- Lýsið falli í föstu þyngdarsviði með viðnámskrafti í réttu
hlutfalli við v4. Athugið hversu lang er hægt að
komast innan skynsamlegra marka með greinireikningi.
Viðar Guðmundsson
24.08.2015